Íþróttir

Grindavíkurkonur með öruggan sigur gegn Stjörnunni
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 28. febrúar 2024 kl. 22:39

Grindavíkurkonur með öruggan sigur gegn Stjörnunni

Grindavíkurkonur náðu sér á strik á ný í efri hluta Subway-deildar kvenna í kvöld og unnu öruggan sigur á Stjörnunni, lokatölur 94-78.

Fimmtán stigum munaði í hálfleik, 45-30 og í raun var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda.

Eve Braslis og Sarah Mortensen voru atkvæðamestar hjá Grindavík, Eve með 26 stig og 15 fráköst, sú danska með 24 stig og 11 fráköst. Danielle Rodriguez hafði óvenju hljótt um sig í kvöld, skoraði einungis 7 stig, hitti bara úr 2 af 14 skotum en hins vegar gaf hún 10 stoðsendingar. Fyrirliðinn Hulda Björk Ólafsdóttir var með 13 stig. Nýji bandaríski leikmaður Grindavíkur, Kierra Anthony byrjar sinn feril í Grindavík á rólegu nótunum, hún setti 7 stig, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Næsti leikur Grindavíkur er gegn grönnunum úr Njarðvík og er um sannkallaðan fjögurra stig leik að ræða, ef Grindavík ætlar sér að eiga möguleika á 2. sætinu í deildinni, verða þær að vinna þennan leik en fjórum stigum munar á liðunum.