Rúmfatalagerinn 17.maí
Rúmfatalagerinn 17.maí

Íþróttir

Elvar Már innsiglaði sigur Siauliai með mikilvægum þristi
Elvar Már lætur vaða vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Skjáskot af YouTube
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 9. apríl 2021 kl. 11:14

Elvar Már innsiglaði sigur Siauliai með mikilvægum þristi

Siauliai, lið Elvars Más Friðrikssonar, lagði Juventus í úrvalsdeildinni í Litháen í fyrrakvöld, 86:90. Undir lok leiks setti Elvar Már niður mikilvægan þrist sem kom Sialiai í 86:88 og innsiglaði nánast sigurinn.

Juventus er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar í Litháen á meðan Siauliai hefur verið í því tíunda allt tímabilið. Með sigrinum er Siauliai komið í það níunda, með átta sigra og átján töp.

Sólning
Sólning

Elvar Már lék 29:17 mínútur og skilaði nítján stigum, þremur fráköstum, þremur stoðsendingum og enum stolnum bolta.

Á morgun er mikilvægur leikur þegar Siauliai mætir Dzukija, liðinu í sjöunda sæti.

Í spilaranum hér að neðan má sjá það helsta úr leiknum.