Nettó
Nettó

Íþróttir

Elías Már í Svíþjóð vekur athygli eftir þrennuna
Elías hefur verið heitur að undanförnu hjá IFK í Svíþjóð.
Miðvikudagur 1. ágúst 2018 kl. 12:32

Elías Már í Svíþjóð vekur athygli eftir þrennuna

„Draumurinn er auðvitað að spila í góðu liði í enn stærri deild en þeirri sænsku. Eins og staðan er í dag er ég leikmaður IFK Gautaborgar og ég er þar til að bæta mig og hjálpa liðinu. Ef maður stendur sig vel þá opnast alltaf einhverjar dyr,“ segir Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson, en hann skoraði þrennu með IFK í sigri á Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í vikunni.

Þetta er í annað sinn sem Elías Már skorar þrennu fyrir liðið en hann hefur talsvert leikið sem kantmaður að undanförnu en var núna í sinni gömlu stöðu sem framherji. Það svínvirkaði og okkar maður stóð sig vel. Hann hefur skorað 8 mörk í deildinni og hann er sáttur með frammistöðu sína á tímabilinu. Liðinu hefur ekki gengið nógu vel í sumar og rætt er um að félagið þurfti að styrkja fjárhagsstöðu sína og þá þurft að selja leikmenn. Með frammistöðu sinni gæti Elías verið eftirsóttur en hann segist rólegur yfir þessu öllu saman.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs