Public deli
Public deli

Íþróttir

Einum færri í 80 mínútur
Adam Árni Róbertsson kom Keflavík yfir á 8. mínútu. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 25. júlí 2022 kl. 08:42

Einum færri í 80 mínútur

Keflavík náði snemma forystu gegn KA þegar liðin mættust í gær í Bestu deild karla í knattspyrnu en Keflavík missti mann af velli á 11. mínútu þegar Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður þeirra, braut á sóknarmanni KA rétt utan teigs og var vikið að velli. Keflvíkingar lögðu allt í leikinn og börðust fyrir að halda fengnum hlut en gestunum tókst að landa sigri með tveimur mörkum í uppbótartíma. Þetta er annar leikurinn í röð sem Keflavík tapar í uppbótartíma.

Keflavík - KA 1:3

Það var ekki langt liðið á leikinn þegar Keflavík komst yfir með marki Adams Árna Róbertssonar (8') eftir sendingu Sindra Þórs Guðmundssonar en skömmu síðar sótti KA og Sindri Kristinn mætti sóknarmanni sem var að sleppa í gegn og felldi rétt við vítateiginn (12'). Sindri uppskar rautt spjald fyrir og því léku Keflvíkingar einum færri í nærri áttatíu mínútur.

Sindri Kristinn Ólafsson braut af sér á 12. mínútu og var vikið af velli í kjölfarið – manni færri sýndu Keflvíkingar mikla baráttu en að lokum kostaði það of mikla orku.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Að vera manni færri þýddi aukið framlag frá öðrum leikmönnum og þeir lögðu sig alla í leikinn. Einum fleiri sótti KA en Keflvíkingar vörðust vel og héldu forystu allt þar til á 75. mínútu, þá brast loks varnarmúrinn og KA tókst að jafna.

Það var komið fram í uppbótartíma þegar Keflavík fékk hornspyrnu og freistuðu þess að stela sigrinum með því að setja flesta fram í hornið. KA náði hins vegar skyndisókn og leikmenn Keflavíkur voru einfaldlega orðnir of útkeyrðir til að ná að komast fyrir sóknina. Leikmaður KA skoraði sigurmarkið framhjá Rúnari Gissurarsyni (90'+2) sem hafði leyst Sindra Kristinn af hólmi og varlð vel í leiknum, hann gat lítið gert við markinu enda vörnin fámenn. KA innsiglaði sigurinn með öðru marki stuttu síðar (90'+4) og við það sat, lokatölur 1:3.

Góð barátta og Keflavík heldur sjötta sæti í deildinni en er jafn KR að stigum sem á leik í kvöld gegn Val.