Íþróttir

Annar sigurinn í röð hjá Keflavík í Bestu deild kvenna
Caroline Mc Cue Van Slambrouck var öryggið uppmálað í vörn Keflavíkur. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 9. júní 2024 kl. 08:59

Annar sigurinn í röð hjá Keflavík í Bestu deild kvenna

Keflavík vann sigur á Víkingi frá Reykjavík í gær þegar liðin mættust í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þetta var annar sigur Keflvíkinga í röð og fyrir vikið fóru þær upp fyrir Fylki sem er komið í fallsæti.

Í annarri deild karla unnu Þróttarar góðan sigur á Ægi í Þorlákshöfn en Reynismönnum gekk ekki eins vel gegn Selfossi.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Víkingur R. - Keflavík 0:1

Keflvíkingar mættu ákveðnar í leikinn og gáfu sig allar í hann. Vörnin var öflug og hélt sókn Fylkiskvenna niðri allan leikinn.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir eina mark leiksins (52') og tryggði Keflavík sigurinn.

Sigurbjörg er dóttir Gunnars M. Jónssonar, fyrrum þjálfara Keflavíkur og núverandi þjálfara Fylkis, en með sigrinum sendu Keflvíkingar lærisveina Gunnars í fallsæti.


Ægir - Þróttur 2:3

Þróttarar fengu draumabyrjun þegar Guðni Sigþórsson skoraði á fyrstu mínútu leiksins.

Ægismenn jöfnuðu skömmu síðar með marki úr vítaspyrnu (3') og allt jafnt í hálfleik.

Jóhann Þór Arnarson kom Þrótti aftur yfir snemma í seinni hálfleik (52') en aftur jöfnuðu Ægismenn (69').

Jóhann Þór var ekki búinn að segja sitt síðasta í leiknum og á 78. mínútu skoraði hann sigurmark Þróttar.


Selfoss - Reynir 2:1

Selfoss skoraði á 31. og 58. mínútu en á skýrslu KSÍ kemur hvorki fram hver skoraði fyrir Reyni né hvenær.