Nivea
Nivea

Fréttir

Upplýsingafundur Almannavarna í dag kl. 17:00
Laugardagur 10. febrúar 2024 kl. 16:52

Upplýsingafundur Almannavarna í dag kl. 17:00

Klukkan 17:00 í dag, laugardaginn 10. febrúar verður haldinn upplýsingafundur Almannavarna, fundurinn fer fram í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð.

Eftir að í ljós  kom að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni í gærkvöldi var ljóst að afleiðingar fyrir íbúa á Reykjanesinu yrðu miklar á næstu dögum.

Á fundinum verður farið yfir stöðuna, hvað verið er að gera og hvað er framundan.

Public deli
Public deli

Á fundinum verða Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Páll Erland forstjóri HS Veitna. Fundinum stýrir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna.

Gert er ráð fyrir að fjölmiðlafólk geti tekið viðtöl eftir fundinn. Fundinum verður streymt, táknmálstúlkaður og túlkaður á pólsku.