Vörumiðlun
Vörumiðlun

Fréttir

Um 90 skjálftar í hrinunni við Grindavík
VF/Jón Steinar Sæmundsson
Mánudagur 15. apríl 2024 kl. 12:58

Um 90 skjálftar í hrinunni við Grindavík

Rétt eftir hádegi í gær hófst smáskjálftahrina við Lágafell, rétt norðvestan við Grindavík. Henni var að mestu lokið um klukkan hálf fjögur í gær. Skjálftarnir voru um 90 talsins og var virknin mest milli kl. 13 og 14 þegar 35 skjálftar mældust. Allir skjálftarnir voru undir 1 að stærð og flestir á um 2-4 km dýpi. Þessi smáskjálftahrina er líklega afleiðing spennubreytinga í jarðskorpunni vegna áframhaldandi landriss í Svartengi eins og fjallað var um í fréttauppfærslu frá Veðurstofu Íslands í gær.

Meðfylgjandi er samsett mynd sem sýnir staðsetningu skjálftanna á korti og neðan þess er graf sem sýnir dýpt þeirra. Efst til hægri er sýnd stærð skjálfta frá hádegi í gær þar til í gærkvöldi. Þar fyrir neðan er uppsafnaður fjöldi skjálfta og neðst fjöldi skjálfta á klukkustund. Eins og gröfin sýna mældust nokkrir smáskjálftar á svæðinu síðdegis í gær en eftir miðnætti í dag hefur ekki mælst skjálftavirkni þarna.   

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Skjalftar14042024