Flugger
Flugger

Fréttir

Til athugunar nú þegar byrjað er að hleypa heitu vatni til viðskiptavina á Suðurnesjum
Mánudagur 12. febrúar 2024 kl. 12:35

Til athugunar nú þegar byrjað er að hleypa heitu vatni til viðskiptavina á Suðurnesjum

Nú þegar heitt vatn er farið að streyma til húsa á svæðinu er að ýmsu að huga.

Gott er að viðskiptavinir hafi hitastilla lágt stillta og hækki ekki hitann fyrr en ofnar eða gólfhitakerfi byrja að hitna, og hækki síðan hitastilla í rólegheitunum í nokkrum þrepum.

Miðstöðvarkerfi fasteigna geta hafa orðið fyrir frostskemmdum í heitavatnsleysinu og biðjum við viðskiptavini að fylgjast vel með inntaksrými og öðrum lögnum, nú þegar heitu vatni er hleypt á að nýju.

Ef heitt vatn skilar sér í vaskinn þá er komið heitt vatn inn á kerfið og er þá gott að yfirfara hvort leki kunni að vera við inntaksrými eða í grind.

Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Verði viðskiptavinur var við leka, eða veit nú þegar af frostskemmdum í lögnum, er mikilvægt að loka fyrir aðalinntakið við hitaveitugrinda, (sjá meðfylgjandi mynd) og tilkynna til þjónustuvers HS Veitna í síma 422-5200 eða á netfangið [email protected].

Píparasveit Almannavarna og starfsfólk HS Veitna munu aðstoða viðskiptavini eftir bestu getu í dag og næstu daga. HS Veitur bera ábyrgð á lögnum að mæli og munu sjá um viðgerð á þeim, en lagnir fyrir innan mæli eru eign og ábyrgð húseigenda.