Fréttir

Svona verður skipulag í Grindavík næstu daga
Föstudagur 9. febrúar 2024 kl. 17:46

Svona verður skipulag í Grindavík næstu daga

Veðurstofa Íslands hefur gefið út nýtt hættumat. Dregið hefur úr hættu á gosopnun en hætta vegna gasmengunar er enn til staðar við hraunjaðarinn. Enn er talin hætta á hraunflæði, sú hætta tengist því að ennþá er möguleiki á að hrauntungur brjótist út úr hraunjaðrinum. Hætta á jarðfjalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingar er enn talið hátt á svæði 4 (Grindavík).

Í kjölfarið á uppfærðu hættumati hafa Almannavarnir ákveðið að halda áfram með skipulag fyrir íbúa að fara til síns heima. 
 
Haldið verður áfram þar sem frá var horfið og munu svæðin sem fara áttu til Grindavíkur í gær, 8. febrúar, fara á morgun, laugardaginn 10. febrúar og er tímaramminn 9:00-15:00.
 
Bæði verður hægt að fara um Suðurstrandaveg og Nesveg og verða þeir opnir fyrir umferð í báðar áttir. Íbúar mega fara inn og út af svæðinu þennan tíma eins og hentar. 
 
Þau fyrirtæki sem fara til Grindavíkur um helgina fá sendan QR kóða fljótlega.
 
ATH: Þeir sem eiga hólf á morgun og líka eignir á svæði S4 mega fara þangað samhliða. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
  • QR kóðar verða sendir á alla þá sem hafa sótt um í kvöld.
  • EKKI þarf að sækja um aftur (ef þú ert áfram innan sama svæðis).
  • Endurnýjaðir QR kóðar verða sendir sjálfkafa til íbúa.
  • Þeir sem ekki hafa komið áður þurfa að sækja um.
  • Þeir sem eru að fara að aðstoða utan síns svæðis, þurfa að sækja um kóða. 

Aðkoma að Grindavík næstu daga verður bæði um Suðurstrandarveg og Nesveg en þegar ekið er frá Grindavík verður það um Norðurljósaveg inn á Grindavíkurveg.  Á lokunarpóstum verður starfsfólk sem skannar QR kóðann hjá öllum sem fara inn og út úr bænum, með þeim hætti er vitað hversu margir eru í Grindavík hverju sinni og hvort allir séu farnir af svæðinu við lokun. 

9:00 – 15:00
• V2 (Ásvellir, Glæsivellir)
• L2 (Staðarhraun, Hvassahraun, Leynisbraut 13 a,b og c – blokkirnar)
• G5 (Sunnubraut, Hellubraut, Vesturbraut, Víkurbraut að Sunnubraut, Kirkjustígur, Lundur, Bjarg, Steinar, Akur, Garður,)
• H4 (Suðurhóp, Vesturhóp 9-14, Vesturhóp 29-34)
• I4 (Mánagerði, Mánagata 17-29 og Austurvegur 22, 24a og 24b)

Sími hjá þjónustuvers vegna QR kóða, geymslu og flutnings er 444-3500 frá kl. 8:00-15:00

Skipulag næstu daga má nálgast hér