Fréttir

Suðvestan hvassviðri og él í kortunum
Mánudagur 20. nóvember 2023 kl. 13:10

Suðvestan hvassviðri og él í kortunum

Í dag er spáð vaxandi sunnanátt með vætu og hlýnar, allhvass vindur í kvöld með talsverðri rigningu sunnanlands. Bætir enn frekar í vindinn í nótt. Eftir hádegi á þriðjudag snýst í suðvestan hvassviðri eða storm með skúrum eða éljum og kólnar aftur.

Faxaflói: Sunnan 10-15 m/s og rigning. Hiti 3 til 9 stig. Snýst í suðvestan 15-20 með éljum, hiti 0 til 4 stig.

Katrín Jakobsdóttir forsetafr
Katrín Jakobsdóttir forsetafr

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa þann 21. nóvember kl. 13:00 – 22:00
Suðvestan hvassviðri, 15-20 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum inntil landsins og til fjalla. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.