Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Fréttir

Stærsta gosið til þessa - hraun yfir Grindavíkurveg
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 29. maí 2024 kl. 15:13

Stærsta gosið til þessa - hraun yfir Grindavíkurveg

„Þetta er mikið magn af hrauni, um þúsund rúmmetrar á sekúndu og fer á miklum hraða. Við höfum áhyggjur af því en vonum að tilbúnar varnir haldi. Upphafsfasi gossins gæti orðið lengri því það var búið að safnast meira af kviku en í fyrri gosum,“ sagði Víðir Reynisson í viðtali við Rás 2 klukkan þrjú.

Eldgos hófst norðaustan við Sýlingafell rétt fyrir klukkan eitt á Sundhjúksgígaröðinni. Vegleg gossprunga stækkaði fljótt og var orðin 4 km. á fjórða tímanum.

Gossprungan er orðinn þegar þetta er skrifað rúmir fjórir kílómetrar og er kraftmest syðst og nálgast Hagafelli. Mikill gosmökkur berst í austur og gæti náð til bæjarfélaga á Suðurlandi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hraun fór yfir Grindvíkurveginn sunnan við Þorbjörn á þriðja tímanum. Kristinn Harðarson hjá HS Orku sagði að líklega rynni yfir háspennulínur og lagnir í jörðu norðan megin. Hann segir búið að undirbúa vel og fergja heitavatnslögn sem ætti að þola hraun yfir sig.

Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur segir gosið það öflugasta fram að þessu en að það muni draga fljótlega úr því. „En við verðum að bíða og sjá hvað gerist á næstu klukkustundum.“

Rafmagn er farið af Grindavíkurbæ.