Fréttir

Snjóblásari bætist í tækjaflota Grindavíkurbæjar
Föstudagur 20. janúar 2023 kl. 06:52

Snjóblásari bætist í tækjaflota Grindavíkurbæjar

Eftir fannfergið að undanförnu hefur verið tekin ákvörðun um kaup á snjóblásara sem ætlað er að ryðja gönguleiðir í Grindavík, blásarinn kemur framan á tæki hjá Þjónustumiðstöð Grindavíkurbæjar. Kostnaður er 2,5 milljónir og verður fjármagnað með lækkun á handbæru fé Grindavíkurbæjar.

Að sögn sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Atla Geirs Júlíussonar, er hér um góða búbót að ræða fyrir starfsmenn þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar. Tæki sem þetta hefði hjálpað Grindavíkurbæ við að halda gönguleiðum opnum í því fannfergi sem hófst i desember. Von er á tækinu á næstu vikum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024