Vörumiðlun
Vörumiðlun

Fréttir

Guðmundur og Guðrún keppa áfram um biskupsembætti
Þriðjudagur 16. apríl 2024 kl. 14:50

Guðmundur og Guðrún keppa áfram um biskupsembætti

Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir munu eigast við í síðari umferð biskupskjörs. Úrslit fyrri umferðar eru ljós. Enginn fékk meirihluta atkvæða. Gert er ráð fyrir að önnur umferð fari fram 2. til 7. maí.

Guðrún Karls Helgudóttir fékk 839 atkvæði í kjörinu eða um 46%. Guðmundur Karl Brynjarsson hlaut 513 atkvæði eða 28% og Elínborg Sturludóttir hlaut 465 atkvæði eða um 25%. Á kjörskrá voru 2.286 og var kjörsókn tæplega 80%.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024