Vörumiðlun
Vörumiðlun

Fréttir

Grindavíkurbær í stefnumótunarvinnu
Föstudagur 19. apríl 2024 kl. 06:01

Grindavíkurbær í stefnumótunarvinnu

Bæjarstjórn Grindavíkur mun fara í stefnumótunarvinnu um uppbyggingu og setja fram markmið fyrir stöðu sveitarfélagsins, með tilliti til uppbyggingar, íbúafjölda og veittrar þjónustu.

„Markmiðin verða notuð að leiðarljósi um hvert við stefnum, en áætlanir taka mið af stöðu hvers tíma og munu vera breytilegar eftir aðstæðum hverju sinni,“ segir í pistli sem bæjarstjórn Grindavíkur sendi frá sér í síðustu viku. Bæjarstjórnin segir að lagt verði upp með lifandi vinnuskjal þar sem unnið verður með langtímamarkmið, markmið til miðlungs tíma og skammtímamarkmið.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Aðgerðaráætlanir, kostir og gallar ásamt kostnaðarmati og niðurstöðum jarðkönnunar, skulu vera hluti af verkefninu sem leiðir af sér hraðari uppbyggingu og framtíðarplan sem er raunhæft.