Flugger
Flugger

Fréttir

Fyrsti menningarviðburðurinn í Grindavík frá rýmingu
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 12. apríl 2024 kl. 12:29

Fyrsti menningarviðburðurinn í Grindavík frá rýmingu

Fyrsti menningarviðburðurinn frá því að Grindvíkingar þurftu að rýma bæinn sinn, var haldinn fimmtudaginn 11. apríl en þá las rithöfundurinn Aðalgeir Jóhannsson upp úr bók sinni, Grindavíkurblús, í Vélsmiðju Grindavíkur. Aðalgeir gengur venjulega undir nafninu Alli á Eyri eða Alli á Bryggjunni. Listamannsnafnið hans er reyndar Melurinn.

Alli var ánægður með mætinguna í Vélsmiðju Grindavíkur þennan dag.

„Það var gaman að sjá mörg kunnuleg andlit þennan dag í Grindavík, degi eftir að bærinn fagnaði 50 ára kaupstaðarafmæli. Ég hef verið að mæta á elliheimilin þar sem Grindvíkingar eru og hef verið að lesa upp úr bókinni minni, sem er safn sagna af Grindvíkingum. Ég hef fengið góðar undirtektir og er afskaplega þakklátur fyrir það. Ég er að undirbúa útgáfuhóf sem haldið verður á Bryggjunni, þar liggja rætur mínar má segja og verður gaman að geta boðað til þessa teitis, ég hlakka mikið til,“ sagði Alli.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Góður rómur var gerður að lestri Alla.

Fjölmargir mættu í Vélsmiðju Grindavíkur og hlýddu á Alla.