Fréttir

Færri fá fjárhagsaðstoð
Föstudagur 29. mars 2024 kl. 06:03

Færri fá fjárhagsaðstoð

Í febrúar 2024 fékk 191 einstaklingur greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 29.539.859 kr. í fjárhagsaðstoð, eða að meðaltali 154.659 kr. á einstakling. Fjöldi barna foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð er 68.

Í sama mánuði 2023 fengu 365 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 55.018.424 kr. í fjárhagsaðstoð, eða að meðaltali 150.735 kr. á einstakling. Fjöldi barna foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 159.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í febrúar 2024 fengu 326 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Samtals voru greiddar 7.046.259 kr. Í sama mánuði 2023 fékk 281 einstaklingur greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals 4.910.873 kr.