Fréttir

Dregur úr hraða á landrisi eins og fyrir síðustu gos
Mánudagur 19. febrúar 2024 kl. 11:11

Dregur úr hraða á landrisi eins og fyrir síðustu gos

Vísbendingar eru um að dregið hafi úr hraða landrissins undir Svartsengi síðustu daga. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu á Facebook. Þetta er þekkt atburðarás í aðdraganda síðustu eldgosa.

Í kjölfar eldgossins 8. febrúar var hraði landrisins meiri en fyrir eldgosið. Í ljósi þess var því spáð að um næstu mánaðamót yrði kvikumagnið í kerfinu orðið svipað og fyrir gos, þ.e.a.s. að kerfið myndi þá vera búið að endurhlaða sig.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

GPS mælar á svæðinu hafa síðustu daga sýnt mun minni hraða á landrisinu samanborið við fyrstu dagana eftir eldgosið. Álíka ferli hefur sést í aðdraganda innskotana fjögurra síðustu mánuði.

Síðustu sólarhirngana í aðdraganda þeirra atburða dróg verulega úr landris, eða það stöðvaðist alveg. Á sama tíma byggist upp þrýstingur í kerfinu þar sem innstreymi kviku inn í kvikuhólfið heldur áfram.