Max Norhern Light
Max Norhern Light

Fréttir

Bæjar- og sveitarstjórnum nú heimilt að halda fjarfundi
Fimmtudagur 26. mars 2020 kl. 10:00

Bæjar- og sveitarstjórnum nú heimilt að halda fjarfundi

Með breytingu á lögum er bæjar- og sveitarstjórnum nú heimilt að halda fjarfundi. Þetta á einnig við um nefndir og ráð. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á aukafundi sínum í gær, 24. mars 2020, slíka heimild og tekur hún strax gildi. Jafnframt voru samþykktar leiðbeiningar um hvernig slíkir fundir skuli fara fram. Nefndum og ráðum er því heimilt að halda fjarfundi frá og með deginum í dag, 25. mars, og skulu fylgja tilteknum leiðbeiningum.

Fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, sem fram fer í dag, fimmtudaginn 26. mars, verður í fjarfundaformi.