Public deli
Public deli

Fréttir

66% stjórnenda hjá Reykjanesbæ eru konur
Mánudagur 23. nóvember 2020 kl. 18:05

66% stjórnenda hjá Reykjanesbæ eru konur

Reykjanesbær fékk viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar nýlega en þau eru veitt fyrirtækjum og opinberum stofnunum sem hafa unnið á framúrskarandi hátt að markmiðum Jafnvægisvogar í sínum rekstri.

Reykjanesbær er með virka jafnréttisstefnu sem er stöðugt í endurskoðun. Bæjarfélagið hefur hlotið jafnlaunavottun og leggur mikla áherslu á fjölbreytileika í víðum skilningi í sínu stjórnendateymi og líka innan starfsmannahópsins. Í dag eru um 66% stjórnenda hjá Reykjanesbæ konur og um 34% karlar sem endurspeglar einnig starfsmannahópinn. Þá má nefna að um 65% starfsfólks bæjarins starfar innan Fræðslusviðs en ein af helstu áskorunum allra sveitarfélaga er að fjölga körlum innan kennarastéttarinnar, segir á heimasíðu bæjarins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Tilgangur Jafnvægisvogarinnar er að auka jafnvægi kynjanna í efstu stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi og efla íslenskt viðskiptalíf til að vera fyrirmynd jafnréttis á alþjóðavísu. Ísland hefur staðið sig vel þegar kemur að kynjajafnrétti samanborið við önnur lönd heimsins en betur má ef duga skal. Konur eru um 67% útskrifaðra háskólanema en einungis 11% forstjóra. Tölur á íslenskum vinnumarkaði sýna að eftir því sem fyrirtækin eru stærri fækkar konum í stjórnunarstöðum.