Enginn að hugsa um Keflavíkurverktaka?
"Við vonum að nýr meirihlutaeigandi í félaginu hafi hagsmuni fyrirtækisins að leiðarljósi," segir Guðrún S. Jakobsdóttir, núverandi stjórnarformaður Keflavíkurverktaka. Í Viðskiptablaðinu kom fram að félagið Eisch Holding SA, sem er í eigu Bjarna Pálssonar, ungs athafnamanns, hafi á stuttum tíma náð að kaupa 50,3% hlutafjár í fyrirtækinu. Í gær gerði Kaupþing yfirtökutilboð fyrir hönd Eisch Holding í þau 49,7% félagsins sem eftir eru í dreifðri eign.
Guðrún segir framvinduna hafa komið valdhöfum í fyrirtækinu í opna skjöldu og staðfestir að tal um fjandsamlega yfirtöku (hostile takeover) eigi við rök að styðjast. Fyrrum stærsti hluthafinn er Jakob Árnason, faðir Guðrúnar og stofnandi Byggingarverktaka sem síðar gekk inn í Keflavíkurverktaka.
Guðrún segir að áhyggjur fyrrum valdhafa í félaginu byggist meðal annars á því að þeim sé kunnugt um yfirtöku Bjarna Pálssonar og föður hans, Páls Jónssonar í Brautarholti á Kjalarnesi, með aðstoð Kaupþings, á Fóðurblöndunni á síðasta ári, en þar högnuðust þeir verulega á skuldsetningu og eignasölu. Líkt og var hjá Fóðurblöndunni er efnahagsleg staða Keflavíkurverktaka með besta móti.
Félagið var skráð á Verðbréfaþing Íslands þann 15. maí síðastliðinn og var fjöldi hluthafa þá 280. "Við bjuggumst auðvitað við því að viðskipti yrðu með bréfin, en ekki að einn aðili myndi komast yfir meirihluta í félaginu. Þeim tókst þetta með því að hringja í hluthafa og bjóða í stóra hluti," segir Guðrún. Eftir stutta kauplotu nú í haust náði Eisch Holding loks meirihluta í fyrirtækinu sl. mánudag með kaupum á 8% hluti af Sigurði Guðna Jónssyni, apótekara. "Ekki fyllilega," sagði Sigurður Guðni aðspurður hvort hann hafi áttað sig á því að viðskiptin myndu fullkomna yfirtöku Eisch Holding, hann hafi verið í fríi og Kaupþing komið að viðskiptunum í umboði hans.
"Það hafði reyndar komið mér á óvart hvað fyrri eigendur seldu mikið, það var eins og enginn væri að hugsa um félagið." Sigurður keypti hlut sinn í júlí sl. og segir engin áform hafa verið uppi þá, honum vitanlega, um að taka þátt í yfirtöku félagsins. Tilboðið hafi hins vegar verið ásættanlegt.
Frétt af Vísir.is.
Guðrún segir framvinduna hafa komið valdhöfum í fyrirtækinu í opna skjöldu og staðfestir að tal um fjandsamlega yfirtöku (hostile takeover) eigi við rök að styðjast. Fyrrum stærsti hluthafinn er Jakob Árnason, faðir Guðrúnar og stofnandi Byggingarverktaka sem síðar gekk inn í Keflavíkurverktaka.
Guðrún segir að áhyggjur fyrrum valdhafa í félaginu byggist meðal annars á því að þeim sé kunnugt um yfirtöku Bjarna Pálssonar og föður hans, Páls Jónssonar í Brautarholti á Kjalarnesi, með aðstoð Kaupþings, á Fóðurblöndunni á síðasta ári, en þar högnuðust þeir verulega á skuldsetningu og eignasölu. Líkt og var hjá Fóðurblöndunni er efnahagsleg staða Keflavíkurverktaka með besta móti.
Félagið var skráð á Verðbréfaþing Íslands þann 15. maí síðastliðinn og var fjöldi hluthafa þá 280. "Við bjuggumst auðvitað við því að viðskipti yrðu með bréfin, en ekki að einn aðili myndi komast yfir meirihluta í félaginu. Þeim tókst þetta með því að hringja í hluthafa og bjóða í stóra hluti," segir Guðrún. Eftir stutta kauplotu nú í haust náði Eisch Holding loks meirihluta í fyrirtækinu sl. mánudag með kaupum á 8% hluti af Sigurði Guðna Jónssyni, apótekara. "Ekki fyllilega," sagði Sigurður Guðni aðspurður hvort hann hafi áttað sig á því að viðskiptin myndu fullkomna yfirtöku Eisch Holding, hann hafi verið í fríi og Kaupþing komið að viðskiptunum í umboði hans.
"Það hafði reyndar komið mér á óvart hvað fyrri eigendur seldu mikið, það var eins og enginn væri að hugsa um félagið." Sigurður keypti hlut sinn í júlí sl. og segir engin áform hafa verið uppi þá, honum vitanlega, um að taka þátt í yfirtöku félagsins. Tilboðið hafi hins vegar verið ásættanlegt.
Frétt af Vísir.is.