SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Viðskipti

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur hjá Öskju
Fimmtudagur 9. október 2025 kl. 11:45

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur hjá Öskju

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 verður frumsýndur  laugardaginn 11. október kl. 12-16 í sýningarsal Kia að Fitjum í Njarðvík. Nýr EV4 bætist því við fjölbreytt úrval rafbíla Kia hér á landi en Kia er með næst flest selda rafbíla það sem af er ári og er EV3 þriðji mest seldi rafbíllinn hér á landi. 

Að sögn Jón H. Eðvaldssonar hjá Öskju á Suðurnesjum sameingar Nýr Kia EV4 nýjustu tækni, nútímalega hönnun og praktíska eiginleika í einstaklega liprum bíl sem býður upp á dýnamíska akstursupplifun.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Nýstárleg og áberandi hönnun EV4 dregur úr loftmótstöðu og eykur þannig afköst. Loftmótstöðustuðull (Cd) er einungis 0,23 sem er það lægsta á Kia fólksbíl. 

Drægni Kia EV4 er allt að 633 km. en bíllinn kemur í tveimur útfærslum sem hægt verður að kynna sér á sýningunni á laugardaginn.

„Kia EV4 er einstaklega lipur í akstri og langdrægur. Hann er því frábær viðbót við nú þegar fjölbreytt og rafmagnað úrval Kia sem hentar breiðum hópi fólks á Íslandi. Það er líka gaman að segja frá því að úrvalið eykst enn meira á næstu mánuðum þar sem nýir EV5, EV2 og alrafmagnaðir Kia PBV atvinnubílar eru væntanlegir“ sagði Suðurnesjamaðurinn Kristmann F. Dagsson, sölustjóri Kia á Íslandi.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025