Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Viðskipti

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur hjá Öskju
Fimmtudagur 9. október 2025 kl. 11:45

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur hjá Öskju

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 verður frumsýndur  laugardaginn 11. október kl. 12-16 í sýningarsal Kia að Fitjum í Njarðvík. Nýr EV4 bætist því við fjölbreytt úrval rafbíla Kia hér á landi en Kia er með næst flest selda rafbíla það sem af er ári og er EV3 þriðji mest seldi rafbíllinn hér á landi. 

Að sögn Jón H. Eðvaldssonar hjá Öskju á Suðurnesjum sameingar Nýr Kia EV4 nýjustu tækni, nútímalega hönnun og praktíska eiginleika í einstaklega liprum bíl sem býður upp á dýnamíska akstursupplifun.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Nýstárleg og áberandi hönnun EV4 dregur úr loftmótstöðu og eykur þannig afköst. Loftmótstöðustuðull (Cd) er einungis 0,23 sem er það lægsta á Kia fólksbíl. 

Drægni Kia EV4 er allt að 633 km. en bíllinn kemur í tveimur útfærslum sem hægt verður að kynna sér á sýningunni á laugardaginn.

„Kia EV4 er einstaklega lipur í akstri og langdrægur. Hann er því frábær viðbót við nú þegar fjölbreytt og rafmagnað úrval Kia sem hentar breiðum hópi fólks á Íslandi. Það er líka gaman að segja frá því að úrvalið eykst enn meira á næstu mánuðum þar sem nýir EV5, EV2 og alrafmagnaðir Kia PBV atvinnubílar eru væntanlegir“ sagði Suðurnesjamaðurinn Kristmann F. Dagsson, sölustjóri Kia á Íslandi.

Dubliner
Dubliner