Krónan
Krónan

Viðskipti

United Airlines bætir við flugi milli KEF og Washington næsta sumar
Fimmtudagur 9. október 2025 kl. 14:23

United Airlines bætir við flugi milli KEF og Washington næsta sumar

Bandaríska flugfélagið United Airlines mun hefja beint flug milli Keflavíkurflugvallar (KEF) og Washington D.C. á sumaráætlun sinni 2026. Fyrsta flugið verður um miðjan maí og verður flogið daglega á milli áfangastaðanna fram í september 2026. Sala á ferðum hófst í dag.

Á sumaráætlun næsta árs mun United einnig bjóða upp á daglegt flug frá Keflavík til New York/Newark og Chicago, eins og undanfarin ár. Þannig verða þrír áfangastaðir United í Bandaríkjunum aðgengilegir farþegum frá Íslandi með beinu flugi næsta sumar.

„Við á Keflavíkurflugvelli erum afar ánægð með ákvörðun United Airlines að bæta við nýjum áfangastað frá KEF,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og markaðsmála hjá Keflavíkurflugvelli. „Samstarf okkar við United hefur verið mjög farsælt frá því félagið hóf flug hingað árið 2018 og við fögnum því að það bæti við áætlun sína. Félagið sýnir þannig enn frekar traust sitt á Íslandi sem áfangstað. Við hlökkum til að efla samstarf okkar við United Airlines enn frekar.“

United Airlines hóf flug milli Keflavíkur og New York/Newark í maí 2018 og bætti við Chicago sem áfangastað í júlí 2021. Með fluginu til Washington Dulles-flugvallar bætist nú við þriðji áfangastaður félagsins frá Íslandi.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025