Dubliner
Dubliner

Aðsent

Lokun á heitu vatni í Ytri-Njarðvík, Keflavík og Suðurnesjabæ 22. október
Þriðjudagur 21. október 2025 kl. 13:06

Lokun á heitu vatni í Ytri-Njarðvík, Keflavík og Suðurnesjabæ 22. október

Vegna viðgerðar á stofnlögn hitaveitu við Njarðarbraut verður lokað fyrir heitt vatn á þjónustusvæði HS Veitna í Ytri-Njarðvík, Keflavík og Suðurnesjabæ að kvöldi miðvikudags 22. október frá kl. 22:00. Áætlað er að viðgerðin taki um þrjár klukkustundir, en gæti dregist eitthvað fram á nótt. 

„Við biðjum íbúa og fyrirtæki á svæðinu að gera ráðstafanir í samræmi við þetta og sýna þolinmæði á meðan unnið er að viðgerðinni,“ segir í tilkynningu frá HS Veitum.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Starfsfólk HS Veitna vinnur að því að ljúka verkinu eins fljótt og örugglega og hægt er.
Fylgst verður með framvindu og upplýsingar uppfærðar á hsveitur.is og samfélagsmiðlum HS Veitna.

Dubliner
Dubliner