Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vestur-Ástralía valdi okkur
Sunnudagur 3. maí 2020 kl. 14:17

Vestur-Ástralía valdi okkur

Una Ósk Kristinsdóttir er úr Grindavík en hefur búið lengi í Ástralíu. Hún býr ásamt þremur dætrum sínum, þeim Alexöndru 26 ára, Anítu 16 ára og Söru 15 ára, í Fremantle sem er stærsta hafnarborg Vestur-Ástralíu.

HÉR MÁ LESA VIÐTALIÐ Í SÍÐASTA TÖLUBLAÐI VÍKURFRÉTTA - SMELLIÐ HÉR!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Una Ósk er listamaður en segist í samtali við Víkurfréttir einnig hafa dútlað við myndbandagerð og hlaðvarp eða podcast eins og það heitir upp á enskuna. Á síðasta ári vann Una Ósk einnig að framleiðslu á hljómdiski sem Aníta dóttir hennar, sem er söngkona og lagahöfundur, gaf út. Þá segist Una Ósk einnig vilja stuðla að jákvæðu hugarfari.

– Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda?

„Það byrjaði allt þegar ég var sjö ára gömul. Þá missti ég móðir mína úr brjóstakrabba og ég kunni ekki að takast á við sorgina. Seinna, árið 2006, missti ég bróður minn í eldsvoða í Grindavík og svo tveimur árum seinna dó faðir minn úr hjartaáfalli. Ég átti erfitt með að halda áfram en ég varð að gera það vegna dætra minna svo það mín ákvörðun var að færa meira ljós inn í líf okkar.“

Una fór fyrst í ferðalag til Evrópu árið 2010 en segir að hún hafi ekki litið tímana eftir fjármálakreppuna björtum augum. Ástralía varð fyrir valinu og í september á þessu ári verða komin tíu ár frá því þær mæðgur lentu í Ástralíu.

– Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land?

„Nei, ég þurfti nýtt upphaf og ef ég varð að gera það, af hverju ekki fara alla leið og flytja til staðar þar sem sól og sumar er allt árið í kring? Sumir höfðu sagt að við myndum koma fljótt aftur og að Ísland væri eini öruggi staður til að búa á. Neikvæðnin hjálpaði ekki en ég gat ekki látið það stoppa mig í að byrja uppá nýtt. Ég varð að bjarga sjálfri mér frá drukknun, ef svo má segja.“

– Saknarðu einhvers frá Íslandi?

„Nei, núna í dag með Facebook og Messenger get ég auðveldlega hringt og spjallað við mína nánustu fjölskyldu og vini. Fjölskyldan sem hélt mér á Íslandi er farin. Þau liggja í kirkjugarði Hafnarfjarðar og fyrir mér skiptir ekki máli hvar ég er í heiminum, þau eru ávallt með mér.“

– Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna?

„Vá, þegar ég kom fyrst til Vestur-Ástralíu vissi ég ekki hvort ég var að flytja út í óbyggðir með snákum, krókódílum, eitruðum kóngulóm og brjáluðum kengúrum. Ég vissi ekki neitt um Ástralíu og ég hafði ekki gert neina könnun um landið. Fyrsti staðurinn sem við bjuggum á var City Beach. Það var eins og búa í Beverly Hills, glæsihús alls staðar, dýrir bílar og fólkið var auðvitað sérstaklega vinarlegt. Við bjuggum þar okkar fyrstu sex árin. Vestur Ástralía er námustaður fyrir gull, eðalsteina og olíu og við komum hingað í endann á uppsveiflu.

– Hefurðu alltaf búið á sömu slóðum?

„Já, Vestur-Ástralía valdi okkur. Á City Beach við vorum okkar fyrstu sex ár og svo núna í Fremantle, sem  hentar okkur mjög vel. Fremantle er ekki bara þekkt hafnarborg í Ástralíu heldur einnig borg listar og  tónlistar. Það býr margt listafólk hér og fyrir mig sem áhugalistakonu og dóttur mína, Anítu, sem lagahöfundur og söngkona hentar Freo fullkomlega.“

– Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð?

„Ég elska Freo. Fólkið er vinalegt, skapandi og frá öllum stéttum, ríkir og fátækir undir sama þaki mætti segja. Við höfum ána Swan River á öðrum endanum og ströndina á hinum og það er ávallt eitthvað um að vera.“

– Hvernig er að vera með fjölskyldu og börn þarna?

„Strandarlíf og útivera allt árið í kring er það sem mínar dætur njóta. Útimarkaðir og lifandi tónlist er þeirra uppáhald og svo er menntun mjög mikilvæg hér, að allir fari í háskóla og fylgi draumum sínum. Alexandra, elsta dóttir mín, flutti að heiman fljótlega eftir að við komum hingað en við búum í sömu borg. Hún hefur tekið tíma frá vinnu sinni til að ferðast og vinna eins og í Japan og Vietnam, sem er einn af hennar uppáhalds stöðum. Það eru tækifæri fyrir alla hérna, ef þú vilt.“

– Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu?

Í dag hefur COVID-19 valdið því að ég missti vinnuna mína tímabundið, svo að þegar ég vakna við sólarupprás, kl. sjö á morgnana, geri ég mig tilbúna til að skokka eða ég fer á ströndina til að labba og geri æfingar. Svo mála ég úti í garðinum mínum af því að ég hef ekki studíó til að mála í. Ég hef einnig framleitt og stjórnað fyrir dóttur mína tónlistarlega. Ef hún hefur tónleika, þá hjálpa ég henni. Einnig spila ég stundum með nágrönnum mínum en við erum áhugamanna-Ukulele-band, sem er meira okkur sjálfum til skemmtunar en allir velkomnir að vera með. Ég er líka í vinahóp kvenna „Wild Women of Art“. Við hittumst einu sinni í viku til að mála og einnig skipuleggjum við sýningar, markaði og fleira“

– Líturðu björtum augum til næstu mánaða?

„Veturinn er á næsta leiti hér hjá okkur. Núna næstu fjóra mánuðina verður pínu kalt en það mætti segja að vetur hér er eins og sumar á Íslandi. En, já, ég hef nokkur plön á næstunni sem ég er spennt að byrja á og svo er planið líka að hitta Klöru vinkonu frá Grindavík á Balí. Það eru tíu ár síðan við sáumst síðast svo það verður gaman.“

– Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau?

„Ég get ennþá málað en það er ekki mikið um sölu og við getum framleitt lög en það eru engar uppákomur í gangi. Annars er þetta ekki svo slæmt hérna. Að mínu mati hefur ríkistjórnin í Ástralíu tekið vel á COVID-19. Fyrir utan að missa vinnuna mína, en hún byrjar vonandi fljótlega aftur, eða að ég finn mér bara  eitthvað annað að gera, ég er opin fyrir nýjum tækifærum.“

– Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan?

„Hafnarfjörður hefur ávallt átt sérstakan stað í hjarta mínu og ef mig dreymir mig í draumum mínum á Ísland  þá er ég í Hafnarfirði. Ég var fædd þar og megnið af minni fjölskyldu bjó eða búa í Hafnarfirði.“

– Hvað stefnirðu á að gera á næstu mánuðum?

„Það er ekkert bókað ennþá en ég hef verið að gæla við að fara í nokkra flugtíma, kannski get ég losnað við lofthræðsluna mína þannig og svo auðvitað að njóta samveru med dætrum mínum á ströndinni.“

– Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn?

„Hlutirnir hafa bara færst aðeins til en ekkert hefur verið útilokað ennþá. Að hitta Klöru á Bali er ennþá efst á listanum.“

– Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð?

„Vestur-Ástralía hefur verið heppin og við höfum ekki haft mikið um veikindi. Ekki eins og við vorum undirbúinn fyrir, nema ferðaskipin sem hafa flutt hingað með sér veikt fólk en þau voru einangruð strax í byrjun og eða farþegarnir fluttir heim með flugi. Skólum og veitingastöðum hefur verið lokað nema fyrir kennslu á netinu og heimsendingu á mat. Fólk er að mestu heima nema til að labba, hlaupa og hjóla. Við sjáum meira af fjölskyldum hreyfa sig úti núna. Strendurnar eru langar og allir hafa virt 1,5 metra fjarlægð svo það hefur ekki verið nein ástæða til að loka þeim hér. Ég tel okkur mjög heppin hér og ég er bara þakklát fyrir hvern dag.“

– Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst?

„Fyrir utan vinnuna og að hitta ekki vini mína nema á netinu þá hefur þessi reynsla fyrir mér ekki verið svo slæm. Eins og ég sagði áður, ég er þakklát fyrir hvern dag. Ég og stelpurnar mínar erum allar við góða heilsu og við stöndum saman og styrkjum hvor aðra í þessum tíma.“

– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum?

„Að vera þakklát fyrir það sem við höfum og ef við stöndum saman getum við sigrast á hverju sem verður á okkar leið. Einnig vona ég að fólk gerir sér betur grein fyrir hvaða áhrif við höfum á og hvað við getum gert betur fyrir okkar eina heimili, jörðina.

– Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk?

„Facebook, Messenger, Instagram, Linkedin og YouTube er sem ég nota mest.“

– Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna?

„Þetta er erfið spurning en ef með einhverjum mætti að ég gæti hringt í einhvern/eitthvað sem gæti með einum hnappi látið allt fólk virða og vera gott við hvert annað og heimili okkar jörðina það sem eftir er. Þangað mundi ég hringja.