STAÐARDAGSKRÁ 21 - ÖNNUR GREIN
Staðardagskrá 21 - Önnur grein:Leitum leiða til þess að skilajörðinni af sér jafngóðri, helst betri, til komandi kynslóðaÍ fyrstu grein minni um Staðardagskrá 21, sem birtist í síðasta tölublaði Víkurfrétta, fjallaði ég um þátttöku Reykjanesbæjar í Staðardagskrárverkefninu. En hvað varð til þess að menn fóru að huga að gerð Staðardagskrár 21? Ástæðan var einfaldlega sú að á síðustu áratugum hafa orðið ýmsir þeir atburðir í umhverfismálum heimsbyggðarinnar sem leitt hafa hugann óþægilega eindregið að afleiðingum þess að aðhafast ekki á þessu sviði. Má þar nefna sprengingu í efnaverksmiðju Union Carbide í Bhopal á Indlandi, 3. desember 1984, brunann í kjarnorkuverinu í Chernobyl í Úkraínu 25. apríl 1996 og strand Exxon Valdez olíuskipsins við strendur Alaska 24. mars 1989. Þessir atburðir hafa enn fremur minnt á þá staðreynd að mengun virðir engin landamæri.Á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó 1992 samþykktu fulltrúar 179 þjóða ályktun sem nefnd var Dagskrá 21 (Agenda 21). Þar er kveðið á um að sérhvert ríki skuli gera áætlun um þróun samfélagsins fram á næstu öld. Áætlunin á að taka tillit til vistfræðilegra, efnahagslegra og félagslegra þátta og hafi markmiðið um sjálfbæra þróun að leiðarljósi. En hvað er sjálfbær þróun? Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna skilgreindi hugtakið þannig: „Sjálfbær þróun er þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum“. Þetta þýðir einfaldlega að menn eiga að leita leiða til þess að skila jörðinni af sér jafngóðri, helst betri, til komandi kynslóða.Í 28. kafla áætlunarinnar er fjallað um hlutverk sveitarstjórna sem það stjórnvald sem næst stendur fólkinu. Sem slíkar gegna þær þýðingarmiklu hlutverki við að mennta og hvetja almenning á leið til sjálfbærrar þróunar. Í texta Dagskrár 21 er sérstaklega tekið fram að sveitarstjórnir skuli búa til Staðardagskrá 21 í samráði við íbúana á hverjum stað. Þetta er með öðrum orðum ekki einkamál sveitarstjórna. Þar segir ennfremur að á árinu 1996 ættu allar sveitarstjórnir, í samráði við íbúana á hverjum stað, að hafa komið sér upp Staðardagskrá 21 fyrir samfélagið. Eins og sjá má af þessu eru íslensk sveitarfélög heldur á eftir áætlun en segir ekki einhvers staðar að seint sé betra en aldrei ?Hugmyndafræðin gengur út á að hver hugi að sínu nánasta umhverfi og taki til í eigin ranni. Aðeins þannig muni takast að ná til alls heimsins. Slagorð verkefnins er „Think Globally, act Locally“ sem mætti þýða „hugsaðu hnattrænt, aðhafstu heima“.Í næsta pistli mun ég gera nánari grein fyrir hvað búið er að gera í Staðardagskrárverkefninu hér hjá okkur í Reykjanesbæ. Áhugasömum er bent á heimasíðu verkefnins en hún er www.samband.is/ dagskrá21f.h. stýrihóps Staðardagskrár 21 í ReykjanesbæKjartan Már Kjartansson, formaður