Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjörheimar 40 ára
Laugardagur 30. desember 2023 kl. 06:10

Fjörheimar 40 ára

Fjörheimar félagsmiðstöð varð 40 ára þann 26. nóvember síðastliðinn. Dyr Fjörheima voru fyrst opnaðar í Stapa árið 1983 en ungmenni úr Njarðvíkurskóla auk Æskulýðsráðs Njarðvíkur settu félagsmiðstöðina á laggirnar. Fyrstu forstöðumenn Fjörheima voru þeir Kristján Jónssson og Böðvar Jónsson en við af þeim tók Berglind Bjarnadóttir, á eftir henni kom Hafþór Barði Birgisson, síðan Davíð Örn Óskarsson og nú í dag er Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðukona.

Fjörheimar fluttust síðar í byggingu 749 á Ásbrú eftir mótmæli ungmenna bæjarins gegn þeirri hugmynd að færa starfsemi félagsmiðstöðvarinnar inn í grunnskólana. Fjörheimar stöldruðu stutt við á þeim stað en færðust fljótt í húsnæði á Hafnargötu 88 og eru þar enn í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessi 40 ár hafa verið viðurðarík og margt hefur breyst, starfið er orðið víðtækara og fleiri verkefni ratað inn um dyr Fjörheima. Þrátt fyrir það hafa áherslur starfsins haldist þær sömu en unglingalýðræði er og hefur alltaf verið grunnstoð Fjörheima. Þær kynslóðir sem sóttu Fjörheima hér á árum áður kalla Fjörheima oftar en ekki „skemmtistað“ og má segja að eitthvað sé til í því. Fjörheimar eru staður fyrir ungmenni til að skemmta sér og vera í virkni í öruggu umhverfi.

Saga Fjörheima heldur áfram að skrifa sig og næsti kafli ber heitið „Fjörheimasóknin.“ Í henni felast aukin tækifæri til að auka virkni og öryggi ungmenna í Reykjanesbæ. Endurbætur eru þegar hafnar á húsakynnum Fjörheima og má búast við að félagsmiðstöðin verði ein sú flottasta á landsvísu.

Mörg spennandi verkefni eru á döfinni en það stendur meðal annars til að auka þjónustu við ungmenni og fjölga virkniúrræðum í fleiri hverfum í Reykjanesbæ.

Njarðvíkingurinn Helga Sigrún Harðarsdóttir er höfundur að nafni Fjörheima.

Myndasöfn frá afmælishófinu og úr starfi Fjörheima er neðar á síðunni.

Fjörheimar 40 ára

Úr starfi Fjörheima