ÁVARP FLUTT Á TUTTUGU ÁRA VÍGSLUAFMÆLI YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJU
Góðir áheyrendur,gleðilegt sumar og til hamingju með 20 ára vígsluafmæliYtri-Njarðvíkurkirkju. Ég ætla ekki að halda ykkur í gíslingu en sumtverður blátt áfram að segja.Páll postuli stofnaði og hlúði að söfnuðum og skrifaði um siðferðilegálitaefni fyrst og fremst fyrir þá. Skrif hans svöruðu þörfum og aðstæðumsafnaða sem hann sótti heim og ritaði bréf sín til.Það er umhugsunarvert hvers vegna söfnuðir skipuðu svo háan sess hjá Pálipostula. Söfnuðirnir voru í hans huga staðir þar sem trúarleg ogsiðferðileg hugsun og mótun á sér stað. Siðfræði Páls sprettur af þeirrisýn hans að kirkjan (ekklesia) sé það fólk sem sem kallað er saman ogöðlast kraft andans til þess að iðka trú sína og taka trúarlegar ogsiðferðilega ákvarðanir í nafni Jesú Krists og hafa þannig áhrif ásamfélagið og heiminn. Söfnuðir hafa í aldanna rás reist tjaldbúðir og byggt nýjar kirkjur, „svomennirnir leiti Drottins", eins og segir í 15. kafla Postulasögunnar.Einstaklingurinn er kallaður fram fyrir Guð í söfnuðinum, þar sem hannþiggur frelsi fyrirgefningarinnar og sú trú er vakin sem starfar íkærleika.Söfnuðirnir verða þannig staðir andsvars og ábyrgðar, ábyrgðar gagnvartGuði, gagnvart náunganum og sköpuninni allri, - náttúrunni og lífríkinu. Annar Páll, sr. Páll Þórðarson, sem þjónaði Ytri-Njarðvíkursöfnuði,áður en Ytri-Njarðvíkurkirkja var vígð, flutti eitt sinn ávarp vegnakirkjubyggingarinnar, þar sem hann áréttar þennan safnaðarskilning nafnasíns og segir á þessa leið:„Mig langar aðeins til þess að minnast á kirkjubygginguna okkar hér íYtri-Njarðvík. Eins og þið hafið séð, hefur framkvæmdum miðað allvel ísumar. Við vorum svo heppin að fá góða smiði til verksins, hreinasnillinga. En er það ekki tímaskekkja og almennur misskilningur að byggjakirkju á ofanverðri 20. öld? Væri þeim fjármunum ekki betur varið tileinhvers annars? Ekki endilega. Kirkjan okkar á ekki að vera skrauthýsi,milljóna fyrirbæri sem notað er einu sinni í viku eða svo. Kirkjan á aðvera staðurinn, þar sem við finnum að við erum öll bræður og systur,staðurinn þar sem krafan um elsku til Guðs og náungans situr í fyrirrúmi.Kirkjan á að vera staðurinn, þar sem dýpstu tilfinningar gleði og sorgareiga að fá eðlilega útrás. Ef ég mætti velja þessari kirkjubygginguyfirskrift, þá held ég að hún sé þessi: „Elskaðu Guð og náunga þinn". Efþað kemst til skila, ef það virkar, þá er kirkjubygging á tækniöld hiðallra besta mál. Njarðvíkingar! Sýnum samstöðu um lokaátak byggingarinnar". Þessi áskorun sr. Páls Þórðarsonar gekk eftir og tvöfalda kærleiksboðorðiðer ritað á prédikunarstólinn í kirkjunni. Þar geta menn hugleitt það ogtileinkað sér. Hann gerði sér grein fyrir að það sem skiptir máli er aðkirkjubygging hýsi lifandi og kærleiksríkan söfnuð. En honum auðnaðist ekkiað þjóna söfnuði sínum í þessu veglega guðshúsi, þar sem hann lést haustið1978, langt um aldur fram. Ég vil nota þetta tækifæri og minnist hans meðvirðingu og þökk. - Hann var kröftugur og kærleiksríkur brautryðjandi, semrétt eins og postulinn vildi með Guðs hjálp móta þann söfnuð sem starfaði íkærleika og átti sinn þátt í að það gekk eftir. Aðrir mætir prestar ogannað starfsfólk Ytri-Njarðvíkurkirkju hefur síðan gengið inn í erfiðihans. Eins og þið heyrið á ávarpinu var sr. Páll Þórðarson einlægur ogpersónulegur í málflutningi sínum og hann sló oft á létta strengi. Ég fékkalla brandara sem gengu innan kirkjunnar beint í æð frá honum og ég má tilmeð að segja ykkur einn þeirra, þar sem dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup,er með okkur hér í dag og er á sinn hátt til frásagnar um hann.Eins og sum ykkar vitið þá voru sr. Gunnar Björnsson, sóknarprestur áFlateyri og sr. Páll Þórðarson afar góðir vinir og eitt er víst að sr.Gunnar saknar nú vinar í stað í þeim hremmingum sem hann stendur nú í,eftir að byssuleyfi var gefið út á embættismenn á Íslandi. Reyndar finnstmér með ólíkindum hvað fólki er farið að líðast átölulaust í þeim efnum.En nóg um það.Sr. Páll og sr. Gunnar töluðu oft og lengi saman og voru báðir góðareftirhermur og höfðu náð góðum tökum á sr. Sigurbirni og ég get staðfest aðþað grín var allt græskulaust gaman. Svo var það eitt sinn að sr.Sigurbjörn hringir vestur til að hafa tal af sr. Gunnari, sem þá sat áBolungarvík. Þegar hann svarar heldur hann að vinur sinn sr. Páll sé aðherma eftir biskupi í símanum og fer samstundis að gantast og herma eftirsr. Sigurbirni á móti, eins og þeir gárungarnir áttu til með að gera þegarvel lá á þeim. Það segir ekki meira af því samtali en hitt get ég borið vitnium að það fór mikill páskahlátur um kirkjuna, risus pascalis, þessi guðlegablessun sem kímnin er og fær okkur öll til þess að taka okkur ekki ofhátíðlega. Mér var nýverið gefin eða ánöfnuð mynd, sem ég hef reyndar ekki séðenn þá, þar hún hefur ekki borist mér í hendur. En mér er tjáð að þarséum við Páll á ferðalagi með fermingarhópana okkar og horfum í sitthvort áttina á myndinni. Það er skiljanlegt af ýmsum ástæðum t.d. í ljósiþeirra hverfaátaka sem jafnan eiga sér stað í körfuboltanum í Reykjanesbæ.Í dag eru átök um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn á vígsludegiYtri-Njarðvíkurkirkju og nánast beðið fyrir leiknum á öllum kirkjum íReykjanesbæ. Í þessu sambandi kemur í hugann að sr. Þorvaldur Karl, eftirmaðursr. Páls, ól hér upp dóttur sína og afleiðingin lét ekki á sér standa: Húner nú orðin Íslandsmeistari í körfubolta með KR. Það er því ástæða tilþess nú að flytja hér lof um þennan leik, sem heillað hefur Reyknesinga svomjög og það er til merkis um gott samband kirkju og samfélags að þjónandiprestar í Keflavík og Njarðvík hvetja að sjálfsögðu sitt lið til dáða, enég hef grun um að við sr. Sigfús séum ekki hálfdrættingar við sr. BaldurRafn í þeim efnum, ef marka má af þeim myndum sem ég sá af honum ísjónvarpinu um daginn og hann var næstum búinn að setja „áfram Njarðvík",undir messutilkynninguna. Að lokum þetta: Formlegheitin vöfðust ekki fyrir sr. PáliÞórðarsyni. Ég hygg að fáir prestar hafa náð því að slá á létta strengi íbæn eins og hann gerði stundum. Í morgunbæn sem hann flutti í útvarpi á sínum tíma biður hann útfrá orðum Jesú: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryðeyðir og þar sem þjófar brjótast inn og stela, en safnið yður fjársjóðum áhimni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þar sem þjófar brjótast ekkiinn og stela, því þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera". Við skulum gera þessa bæn að okkar um leið og við blessum minningu sr.Páls Þórðarsonar, þökkum þá trú sem starfar í kærleika í Ytri-Njarðvík oggleðjumst yfir veglegri kirkjubyggingu, sem táknar hvort tveggja í sennskip, sem er á siglingu í ólgusjóum lífsins, með Jesú í stafni, og biðjandihendur. Þegar sr. Páll Þórðarson féll frá fengum við að reyna hvernig Guðlægði öldur sorgar og missis, - þá sem ávallt. Það voru erfiðir tímar, einsog hún Guðrún mín Gísladóttir veit best allra, en við lærðum mikið um Guð.Bæn sr. Páls sem við skulum gera að okkar, er svona:„Góði Guð. Okkur þykir ákaflega vænt um hluti,- bílinn okkar, hjólhýsið ognýju myndavélina. Við erum alltaf að kaupa eitthvað, við keppumst við aðeignast nýja hluti, eitt í dag og annað á morgun. En það er eins og viðséum aldrei fyllilega ánægð. Engu líkara en að við séum að fylla eitthvaðtómarúm í lífi okkar. Góði Guð. Hjálpa okkur til þess að kunna að meta þaðsem skiptir máli: Vináttu, ást, börnin okkar, já alla þá sem okkur þykirvænt um. Við viljum vera góð og sönn. En okkur tekst það oft hrapalegailla. Þú veist að við ætluðum að heimsækja afa og ömmu í gær, þú veist aðvið ætluðum að heimsækja hana frænku á sjúkrahúsið, við tölum nú ekki umhann Jón á Elliheimlið. Það eru víst 5 ár síðan við höfum heimsótt hann.Já, faðir, það er svo margt sem við ætluðum að gera, - svo margt sem viðhöfum ekki komið í verk ennþá. Gef okkur, Drottinn, opinn hug ogheiðarleika til þess að vega það og meta, já strax í dag, hvað það er ílífinu sem skiptir mestu máli. Lát okkur elska og virða alla sköpun þína,menn og málleysingja, já, allt það sem við berum ábyrgð á. -Amen". Égþakka áheyrnina. Ólafur Oddur Jónsson.