Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Katla með krafta í kögglum
  • Katla með krafta í kögglum
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 16. desember 2021 kl. 12:22

Katla með krafta í kögglum

Kraftlyftingakonan Katla Björk Ketilsdóttir úr kraftlyftingadeild Massa keppti á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum um síðustu helgi. Heimsmeistaramótið fór fram í Taskent í Úsbekistan sem er í Mið-Asíu og þegar Víkurfréttir ræddu við Kötlu var hún enn að ná áttum eftir langt ferðalag og tímamun.

Þetta var fyrsta stórmót Kötlu í senior-flokki kvenna en hún keppti í flokki undir 65 kg. Katla á að baki farsælan feril í unglinga- og U23-flokki en þess má geta að Katla er fædd árið 2000 og því aðeins 21 ára gömul.

„Þetta ár hefur gengið mjög vel og ég hefði í raun ekki getað beðið um neitt betra,“ segir Katla í upphafi spjalls okkar. „Ég tók þátt í Evrópumóti og Norðurlandamóti á árinu og gekk bara nokkuð vel. Ég búin að vera að keppa svolítið „constant“ í dágóðan tíma og er að vinna í því að byggja upp keppnisreynslu í fullorðinsflokki.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslandsmet á HM

Það er fjárfrekt að taka þátt í alþjóðlegum mótum en Katla ferðaðist á eigin vegum til Úsbekistan til að taka þátt í HM.

„Ég er í háskólanámi þar sem ég er að taka uppeldis- og menntunarfræði, auk þess er ég í fullri vinnu í Holtaskóla,“ segir Katla. „Launin fara að mestu í keppnisferðir og rétt duga fyrir því og til að lifa. Lyftingarsambandið tekur þátt í að greiða kostnað á sumum mótum en ég þurfti að standa straum af kostnaði við HM.“

Það reyndist vel þess virði því Katla gerði sér lítið fyrir og setti tvö Íslandsmet í sínum flokki. Hún sett Íslandsmet í snörun og samanlögðu þegar lyfti 85 kg í snörun og 186 kg samanlagt, þá lyfti hún 101 kg í jafnhendingu.

Stefnan sett á Ólympíuleikana

Katla hefur sett stefnuna á að komast á Ólympíuleikana og þeir sem þekkja til hennar telja það vel raunhæft markmið hjá henni.

„Mig dreymir um að komast á Ólympíuleikana en það er mikil vinna – vinna sem ég er tilbúin að leggj á mig.“

Tengdar fréttir