Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elsa Pálsdóttir bætti heimsmet um helgina
Elsa að lyfta 157,5 kg og bæta heimsmetið í réttstöðulyftu. Skjáskot af YouTube-síðu Czech Powerlifting
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 12. júlí 2021 kl. 11:03

Elsa Pálsdóttir bætti heimsmet um helgina

Evrópumeistari, fimm heimsmet og fimm Evrópumet

Elsa Pálsdóttir, 61 árs kraftlyftingakona úr Garðinum, varð Evrópumeistari og setti auk þess fimm heimsmet og fimm Evrópumet á Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum sem fór fram í Tékklandi um helgina. Elsa keppir í -76 kg þyngdarflokki í aldurshópnum 60–69 ára og varð að auki stigahæsti öldungurinn í sínum flokki þvert á þyngdarflokka.

Árangur Elsu er eftirtektaverður en hún æfir lyftingar hjá Massa og hefur ekki æft klassískar kraftlyftingar nema í rúmlega tvö ár en hún keppti fyrst í greininni haustið 2019. Elsa keppir í M3 flokki sem er aldurshópurinn 60–69 ára.

Elsa lyfti fyrst 117,5 kg í hnébeygju sem er nýtt heimsmet. Þá tvíbætti hún metið með því að lyfta næst 125 kg og svo 130 kg, fjórtán kílóa bæting á fyrra heimsmeti. Hún lyfti 52,5 kg og 60 kg í bekkpressu og í réttstöðulyftu lyfti Elsa 140 kg og 157,5 kg sem er einnig nýtt heimsmet. Með árangri sínum bætti Elsa einnig heimsmetið í samanlögðum árangri um 12,5 kg en hún lyfti samtals 347,5 kg á mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í færslu á Facebook sagði Elsa m.a.: „EVRÓPUMEISTARI, 5 HEIMSMET, 5 EVRÓPUMET og nokkur ÍSLANDSMET í mínum flokki er uppskeran á Evrópumeistaramóti í kraftlyftingum öldunga sem fram fór í Pilzen í Tékklandi í dag. Þvílíkur dagur og þvílík upplifun.“

Tengdar fréttir