Elsa varði Evrópumeistaratitilinn
Evrópumeistarinn Elsa Pálsdóttir gerði sér lítið fyrir og varði titilinn á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fór í Vilníus í Lettlandi í gær.
Á Facebook-síðu sinni sagði Elsa eftir að Evrópumeistaratitillinn 2022 var í höfn, þar sem hún var stigahæst í M3 þvert á þyngdarflokka og vann til gullverðlauna í öllum þremur greinunum: „Engin persónuleg met að þessu sinni þökk sé óboðnum gesti sem heimsótti mig um miðjan febrúar og nefnist Covid En það er í góðu lagi, uppskeran var ríkuleg, metin koma síðar.“