Nú skal manninn reyna
Þessar tölvur eru undratæki, það má ljóst vera. Þegar veraldarvefirnir bættust við alla þá möguleika sem tölvan gaf, fengu fróðleiksþyrstir nóg að fást við, listamaðurinn fékk útrás í sköpun sinni, vefsíðugerð almennings varð að veruleika og fólk gat spjallað saman á netinu þó það væri statt á sitthvoru landshorninu eða heimsálfunni. Á vefnum var ýmislegt hægt að gera, leita sér að bíl eða húsi til kaups, lesa blöðin, leysa tölvuleikjavandamál, fara í Bridge eða Skák og svo má áfram telja. En vandamálin flæddu líka yfir, ósóminn birtist í klámi, ísmeygilega framreiddu vafaefni, aulahúmor, óheillaþróun sem skemmdi þann fagra heim sem netið hefði getað orðið.Mig langar til að varpa fram hugmynd um hvernig hugsanlega væri hægt að búa til barnvænt umhverfi á netinu sem jafnframt væri flokkað eftir aldri.
Ýmsa aðila þyrfti að kalla til svo það væri framkvæmanlegt. Yfirvöld þyrftu að íhuga t.d. hvernig skólarnir gætu aukið aðgengi nemenda sinna að kennsluefni, hver væri þáttur íslenskrar sköpunar og hver yrði þáttur bókasafna, hvernig hægt væri að ná fram hugmyndaflæði barna í einfaldri forritun, tónlist og hreyfimyndagerð. Möguleikarnir eru fjölmargir. Ég man eftir því fyrir allnokkrum árum gaf tölvufræðingur í Keflavík út á disklingi forritið "Gagn og Gaman." Það innihélt skemmtilegan tungumálaleik sem náði töluverðum vinsældum í mínu umhverfi. Sá hluti forritsins gæti hentað börnum mjög vel til að styrkja orðaforða og skrifað mál í t.d. dönsku og ensku. Sem möguleiki á kennsluefni í stærðfræði væri hægt að hafa myndskeið með töluðum leiðbeiningum sem væri til staðar á netinu og kæmi að góðum notum við upprifjun námsefnisins. Í forritun mætti nota Flash-Mx forritið sem býður upp á að búa til litla leiki, hreyfimyndir með hljóði, mynd í mynd, tónlistarmyndbönd og skyld viðfangsefni. Ef þessi sköpun sem börnin byggju til yrði eftir á netinu, tel ég víst að hún yrði hvatning öðrum til að ná betri árangri.
Rétt eins og við tölum um veraldarvefinn gæti þetta heitið "Hreint Net."
Í fyrsta lagi er ekkert mál í Windowsumhverfi 98SE að loka af með leyninúmeri fullorðinshluta þess og hafa hann aðskilinn frá barnahluta heimilistölvunnar. Það er gert við uppsetningu stýrisbúnaðarins. Segjum að fullorðnir vildu ótakmarkaðan aðgang að netinu í sínum hluta tölvunnar og fengju vafrann Netscape fyrir sig en börnin Internet Explorer. Fullorðnir væru þar með úr sögunni en komið að barnahlutanum. Úr því forriti þyrfti að fjarlægja alla möguleika til að slá inn eða geyma vefslóðir: Adress bar, favorites, links og annað sem snéri að ásýnd notandans og gera hámarksöryggi fyrir netið að óhreyfanlegri stillingu. Einnig þyrfti að fjarlægja favorites úr "Taskbar 0ption" þ.e.a.s. Start-takkanum.
Þegar hringt væri inn til vefmiðlarans kæmi upp aðalsíða hans með fjölda tökkum (hyperlinks) sem á væri skrifað hvert þeir tengdust. Þessu mætti líkja við heimasíðu á stærð við stjr.is. Aldursskiptingin væri einföld. Við skráningu af foreldra væri barninu úthlutað aðgangsnúmeri að vefmiðlaranum sem innihéldi beint eða óbeint aldur þess. Yngstu börnin fengju aðgang að ákveðnum fjölda takka, fyrirfram ákveðnum vefslóðum og ykist fjöldinn, þess eldri sem þau væru. Almenningur kæmist ekki inn á netið aðeins foreldrar, innsetjarar efnis t.d. kennarar og fullorðnir sem hefðu með umsjón barna að gera. Aðgangsnúmers væri krafist undir öllum kringumstæðum. Óskir annarra um að setja efni inn á vefinn væri háð samþykki miðlarans. Þetta væri í raun stór heimasíða án möguleika til að komast út fyrir þann ramma sem vefmiðlarinn skammtaði notandanum. Spjallforrit netsins væri ótengjanlegt útfyrir vefsíðuna en notandinn gæti látið flæða yfir skjá allra sem tengdir væru, nafn sitt og ósk, hvort einhver vildi spjalla eða fara í tvímenningsleik
En hvernig skal með fara ef tengjast ætti erlendum vefsíðum t.d. Yahoo.com? Sú vefsíða er fjölsótt af börnum sem fullorðnum og býður upp á fjöldann allan af ókeypis leikjum, patch, directX og öðru sem nauðsynlegt er.
Búa yrði svo um hlutina að leitarvélar og aðrar slíkar útgönguleiðir væru gerðar óvirkar. Ef það væri óframkvæmanlegt, gæti verið möguleiki að vefmiðlarinn fengi pakkasamning af innihaldi þeirrar vefsíðu sem hann hefði áhuga á, því þyrfti ekki tenginguna erlendis.
Þá kemur spurning varðandi tengingu netsins við íslenskar vefsíður?
Ekkert vandamál er að tengjast almennum, einföldum heimasíðum. Ein af þeim leiðum að tengjast síðum með leitarvélum væri að íslensku vefsíðurnar byggju til viðbótarskipurit sem innihéldi allt sama efnið að undanskildri leitarvél og öðrum útgönguleiðum. Svona væri hægt að fikra sig áfram í hugmyndaheiminum við að þróa þetta lokaða kerfi.
Þegar búið væri að hanna kerfið, þessa barnvænu vefsíðu, sendi vefmiðlarinn innsetningardisk til notandans með breyttum Internet Explorer og fylgiforritum. Líkt og í dag framkvæmdi innsetningarforritið þær breytingar á tölvunni sem þyrfti og "Hreint Net" væri þar með tilbúið til afnota fyrir börnin.
Konráð K. Björgólfsson
Ýmsa aðila þyrfti að kalla til svo það væri framkvæmanlegt. Yfirvöld þyrftu að íhuga t.d. hvernig skólarnir gætu aukið aðgengi nemenda sinna að kennsluefni, hver væri þáttur íslenskrar sköpunar og hver yrði þáttur bókasafna, hvernig hægt væri að ná fram hugmyndaflæði barna í einfaldri forritun, tónlist og hreyfimyndagerð. Möguleikarnir eru fjölmargir. Ég man eftir því fyrir allnokkrum árum gaf tölvufræðingur í Keflavík út á disklingi forritið "Gagn og Gaman." Það innihélt skemmtilegan tungumálaleik sem náði töluverðum vinsældum í mínu umhverfi. Sá hluti forritsins gæti hentað börnum mjög vel til að styrkja orðaforða og skrifað mál í t.d. dönsku og ensku. Sem möguleiki á kennsluefni í stærðfræði væri hægt að hafa myndskeið með töluðum leiðbeiningum sem væri til staðar á netinu og kæmi að góðum notum við upprifjun námsefnisins. Í forritun mætti nota Flash-Mx forritið sem býður upp á að búa til litla leiki, hreyfimyndir með hljóði, mynd í mynd, tónlistarmyndbönd og skyld viðfangsefni. Ef þessi sköpun sem börnin byggju til yrði eftir á netinu, tel ég víst að hún yrði hvatning öðrum til að ná betri árangri.
Rétt eins og við tölum um veraldarvefinn gæti þetta heitið "Hreint Net."
Í fyrsta lagi er ekkert mál í Windowsumhverfi 98SE að loka af með leyninúmeri fullorðinshluta þess og hafa hann aðskilinn frá barnahluta heimilistölvunnar. Það er gert við uppsetningu stýrisbúnaðarins. Segjum að fullorðnir vildu ótakmarkaðan aðgang að netinu í sínum hluta tölvunnar og fengju vafrann Netscape fyrir sig en börnin Internet Explorer. Fullorðnir væru þar með úr sögunni en komið að barnahlutanum. Úr því forriti þyrfti að fjarlægja alla möguleika til að slá inn eða geyma vefslóðir: Adress bar, favorites, links og annað sem snéri að ásýnd notandans og gera hámarksöryggi fyrir netið að óhreyfanlegri stillingu. Einnig þyrfti að fjarlægja favorites úr "Taskbar 0ption" þ.e.a.s. Start-takkanum.
Þegar hringt væri inn til vefmiðlarans kæmi upp aðalsíða hans með fjölda tökkum (hyperlinks) sem á væri skrifað hvert þeir tengdust. Þessu mætti líkja við heimasíðu á stærð við stjr.is. Aldursskiptingin væri einföld. Við skráningu af foreldra væri barninu úthlutað aðgangsnúmeri að vefmiðlaranum sem innihéldi beint eða óbeint aldur þess. Yngstu börnin fengju aðgang að ákveðnum fjölda takka, fyrirfram ákveðnum vefslóðum og ykist fjöldinn, þess eldri sem þau væru. Almenningur kæmist ekki inn á netið aðeins foreldrar, innsetjarar efnis t.d. kennarar og fullorðnir sem hefðu með umsjón barna að gera. Aðgangsnúmers væri krafist undir öllum kringumstæðum. Óskir annarra um að setja efni inn á vefinn væri háð samþykki miðlarans. Þetta væri í raun stór heimasíða án möguleika til að komast út fyrir þann ramma sem vefmiðlarinn skammtaði notandanum. Spjallforrit netsins væri ótengjanlegt útfyrir vefsíðuna en notandinn gæti látið flæða yfir skjá allra sem tengdir væru, nafn sitt og ósk, hvort einhver vildi spjalla eða fara í tvímenningsleik
En hvernig skal með fara ef tengjast ætti erlendum vefsíðum t.d. Yahoo.com? Sú vefsíða er fjölsótt af börnum sem fullorðnum og býður upp á fjöldann allan af ókeypis leikjum, patch, directX og öðru sem nauðsynlegt er.
Búa yrði svo um hlutina að leitarvélar og aðrar slíkar útgönguleiðir væru gerðar óvirkar. Ef það væri óframkvæmanlegt, gæti verið möguleiki að vefmiðlarinn fengi pakkasamning af innihaldi þeirrar vefsíðu sem hann hefði áhuga á, því þyrfti ekki tenginguna erlendis.
Þá kemur spurning varðandi tengingu netsins við íslenskar vefsíður?
Ekkert vandamál er að tengjast almennum, einföldum heimasíðum. Ein af þeim leiðum að tengjast síðum með leitarvélum væri að íslensku vefsíðurnar byggju til viðbótarskipurit sem innihéldi allt sama efnið að undanskildri leitarvél og öðrum útgönguleiðum. Svona væri hægt að fikra sig áfram í hugmyndaheiminum við að þróa þetta lokaða kerfi.
Þegar búið væri að hanna kerfið, þessa barnvænu vefsíðu, sendi vefmiðlarinn innsetningardisk til notandans með breyttum Internet Explorer og fylgiforritum. Líkt og í dag framkvæmdi innsetningarforritið þær breytingar á tölvunni sem þyrfti og "Hreint Net" væri þar með tilbúið til afnota fyrir börnin.
Konráð K. Björgólfsson