Eru sömu gryfjurnar að flækjast fyrir þér aftur og aftur
Við töluðum um markmið um daginn. Eitt sem þarf að bæta þar við sem er mjög mikilvægt er að hafa "backup plan" þegar fyrirsjáanlegir erfiðleikar blasa við. Ég segi fyrirsjáanlegir því flestir hafa marg oft reynt að létta sig með háleit markmið en hrasa svo jafnan oft í sömu gryfjuna. Við vitum hverjar flestar gryfjurnar eru og nú skulum við ákveða hvað við gerum ef við sjáum gryfjuna framundan. Ég kalla þessa aðferð EF - ÞÁ aðferðina.
EF-ÞÁ aðferðin hjálpar þér að verja markmið þín fyrir öllum þeim neikvæðu aðstæðum sem þú átt eftir að lenda í. En hvernig virkar þessi aðferð? Í fyrsta lagi verður þú að skilgreina þær aðstæður sem þú átt eftir að lenda í og sérstaklega sem þú lendir oft í. Þegar þú hefur skilgreint þær þá er auðveldar fyrir þig að uppgötva þær. Í öðru lagi þá kalla þessar aðstæður fram ákveðna svörun eða hegðun. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar fólk notar EF-ÞÁ aðferðina þá er það mun líklegra til þess að neita sér um óhollan mat en þegar það notaði aðferðina ekki og hafði bara markmiðið að leiðarljósi.
Þegar þú hefur náð að tileinka þér þessa aðferð þá ertu andlega reiðubúinn til þess að takast á við þær neikvæðu aðstæður sem þú getur lent í t.d. EF þú lendir í aðstöðu X ÞÁ bregstu við á ákveðinn hátt, þ.e.a.s. þú bregst við á þann hátt sem styður við markmiðið þitt. Það tekur tíma að tileinka sér þetta og í fyrstu þarftu að vera meðvitaður en þegar líður á þá verður þetta af einum af þínum góðu venjum. Þú getur búið til eins margar EF-ÞÁ setningar fyrir ákveðnar aðstæður og eftir því sem þú telur aðstæðurnar erfiðari því fleiri setningar mundi ég skrifa á blað. Hér eru nokkur dæmi um EF-ÞÁ aðferðina:
· Ef ég hugsa um óhollan mat þá ætla ég að hunsa þá hugsun og hugsa um markmiðið mitt í staðinn
· Ef ég fer út að borða með vinum mínum þá ætla ég bara að borða hollan mat
· Ef mér finnst þetta vera yfirþyrmandi og ég hef það á tilfinningunni að ég sé að gefast upp þá ætla ég að hugsa um markmiðið mitt og sjá sjálfan mig eins og ég ætla mér að vera
· Ef ég stend mig að því að hugsa neikvætt þá ætla ég að skipta þeirri hugsun út og hugsa jákvætt í staðinn
· Ef ég nenni ekki að fara í ræktina þá hugsa ég um hversu vel mér muni líða eftir æfinguna og að ég verði einu skrefi nær markmiði mínu
Þetta gefur þér vonandi þetta þér einhverjar hugmyndir um hvernig þú getur skrifa EF-ÞÁ setningar. Skrifaðu þínar eigin setningar hjá þér. Þegar þú lendir í einhverjum af þessu aðstæðum endurtaktu þá setninguna þrisvar sinnum og svo verður þú að framkvæma það sem þú lagðir upp með.
Gangi þér vel
Helgi Jónas Guðfinnsson,
styrktarþjálfari, kennari við ÍAK einkaþjálfaranám Keilis og körfuknattleiksþjálfari
www.styrktarthjalfun.is *Nýtt Metabolic námskeið á Ásbrú hefst 17. október*
www.facebook.com/styrktarthjalfun