ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Mannlíf

Kvenfélagið Fjóla fagnaði 100 ára afmæli með veglegri veislu
Mánudagur 17. nóvember 2025 kl. 20:38

Kvenfélagið Fjóla fagnaði 100 ára afmæli með veglegri veislu

Kvenfélagið Fjóla fagnaði stórum tímamótum í sumar, en félagið varð 100 ára þann 5. júlí síðastliðinn. Í tilefni af 100 ára afmælinu héldu félagskonur glæsilega afmælisveislu í Tjarnarsal nýverið, þar sem fjölmenni kom saman til að fagna þessum merka áfanga.

Við þetta tilefni veitti Kvenfélagið Fjóla styrki fyrir rúmlega eina og hálfa milljón króna. Stjórn félagsins ákvað að þessu sinni að beina styrkjum að nærumhverfi félagsins, meðal annars til leikskóla, félagsmiðstöðvar, unglingastarfs björgunarsveitarinnar, Ungmennafélagsins Þróttar og Minjafélagsins í Vogum. Var það gert til þess að efla samfélagið og þau málefni sem félagið hefur alla tíð lagt sitt af mörkum til.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Í dag eru 31 kona í félaginu, þar af tvær heiðurskonur, systurnar Ása og Helga Árnadætur, sem voru heiðraðar sérstaklega.

Boðið var upp á dýrindismat frá Réttinum og sáu Steiney Skúladóttir og trúbadorinn Heiður um skemmtidagskrána. Steiney stýrði veislunni af stakri snilld og skapaði hlýlegt og létt andrúmsloft, en Heiður sló svo botninn í kvöldið með lifandi tónlist og fjöri.

Afmælisveislan var í anda Fjólukvenna, hlý, samheldin og full af gleði, þar sem minningar og vinátta Kvenfélagsins Fjólu voru í forgrunni.

Dubliner
Dubliner