Föstudagur 9. mars 2018 kl. 10:23

Vox Arena sýnir Burlesque í Andrews

Leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, VoxArena, mun frumsýna föstudagskvöldið 9. mars nýjan söngleik í Andrews Theatre. Burlesque er heiti verksins og hafa bæði núverandi og fyrrverandi nemendur FS æft stíft undanfarnar vikur að þessari uppsetningu. 
 
Helga Ásta Ólafsdóttir, eigandi Danskompaní, samdi dansana af sinni alkunnu snilld en leikstjórn er í höndum fyrrum nemanda FS, Brynju Ýrar Júlíusdóttur og er þetta frumraun hennar í leikstjórn. 
Það þarf ekki að taka það fram hversu mikil vinna liggur að baki uppsetningu sem þessari og því er það skylda okkar Suðurnesjamanna að koma og styrkja ungviði okkar með því að koma og sjá sýninguna. Þetta eru hæfileikaríkir krakkar sem þarna sýna sitt besta í leik, söng, dansi og gleði.
 
Suðurnesjamagasín kíkti á æfingu á söngleiknum og tók hressa FS-inga tali.