Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 5. ágúst 2020 kl. 12:52

Völlur grær og Ó María í Garðskagavita

ómuðu í ljúfum tónum í Garðskagavita

Það var glatt á hjalla þegar Suðurnesjabær bauð upp á útibingó, strandblak og fleira á Garðskaga þriðjudaginn 28.júlí. Nokkrir bæjarbúar mættu í fjörið og nutu góðrar stundar í fjölskyldu og vinasamveru á fallegum Garðskaga. Þær Una María Bergmann og Steinunn Björg Ólafsdóttir, söngkonur, settu punktinn yfir i-ið með söng í Garðskagavita. Ljúfir tónar þeirra ómuðu um allan vitann og þær stöllur tóku þekkt lög sem landsmenn þekkja, m.a. ‘Ég er kominn heim’ og ‘Ó María’. Víkurfréttir litu við og tóku upp nokkra lagabúta sem við sýnum í meðfylgjandi myndbandi frá Garðskaga.

Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Suðurnesjabæjar var á Garðskaga og sá til þess að hlutirnir gengju smurt fyrir sig. Hér er hún brosandi eftir smá tiltekt í lokin

Hressir krakkar á fjölskyldu- og vinasamverunni á Garðskag sem Suðurnesjabær stóð fyrir.