Laugardagur 30. júní 2018 kl. 06:00

Vinnuskólakrakkar í opnu húsi í Fjölbrautaskólanum

- kynntu sér rafvirkjun, húsasmíði, textíl og hárgreiðslu



Krakkar í níunda bekk hjá Vinnuskólanum í Reykjanesbæ sóttu opið hús í Fjölbrautaskóla Suðurnesja nýlega til þess að sjá hvað skólinn býður upp á. Krakkarnir voru rúmlega sextíu talsins og fengu þau að leika sér og læra í húsasmíði og rafiðnaðardeildinni, fata- og textíldeildinni og hárdeildinni. Krakkarnir virtust hafa gaman að þessu og þau sem við töluðum við höfðu bara góða hluti að segja í viðtalinu sem sjá má í Suðurnesjamagasíni.

Krakkarnir sögðu að það væri gott að fá tækifærið að sjá hvað FS hefur upp á að bjóða og hvernig það er að vinna. Einnig sögðu þau að þetta hjálpaði þeim að finna út hvað þau vildu vinna við þegar þau verða eldri.

„Krakkarnir hafa mætt mjög vel, verið mjög virk og tekið þátt sem er mjög skemmtilegt,“ segir Ásdís Björk Pálmadóttir, kennari í FS.