Mánudagur 16. júní 2014 kl. 10:08

VefTV: Áttum að vinna leikinn

Kristján og Sindri eftir leik Keflvíkinga og Stjörnunnar

Víkurfréttir náðu tali af Kristjáni Guðmundssyni og Sindra Snæ Magnússyni eftir jafntefli Keflvíkinga og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í gær. Lokatölur leiksins urðu 2-2 þar sem Sindri skoraði bæði mörk heimamanna í Keflavík.

„Við erum orðnir pirraðir á því að ná ekki að vinna leikina þegar við náum forystu, eitt stig er þó betra en ekki neitt,“ sagði Kristján þjálfari í leikslok. Hann telur þó að Keflvíkingar hafi átt að sigra leikinn og nú vill Kristján sjá fleiri sigra á næstunni.

Sindri segir að það hafi verið svekkjandi að fá ekki meira út úr leiknum. „Það slokknar á okkur í 15 mínútur eftir að við komust yfir og okkur er refsað. Það er virkilega gaman að skora en leiðinlegt þegar það telur ekki,“ segir miðjumaðurinn efnilegi. Viðtöl við þá félaga má sjá hér að neðan.