Mánudagur 1. janúar 2024 kl. 15:42

Upptaka frá 70 ára afmælistónleikum Karlakórs Keflavíkur

Sjötugur Karlakór Keflavíkur bauð upp á afmælistónleika í Hljómahöll laugardaginn 11. nóvember. Tónleikarnir voru teknir upp og í spilaranum hér að ofan má sjá upptökuna.

Mikið var um dýrðir á þessu stórafmæli kórsins sem hafði æft vel afmælissöngdagskrá sem hófst á laginu Suðurnesjamenn og er óhætt að segja að það hafi verið við hæfi.

Nærri fjögur hundruð manns mættu prúðbúnir á tónleikana og nutu skemmtilegrar dagskrár sem var ekki bara söngur heldur líka sögustund sem Hjálmar Árnason, fyrrverandi þingmaður og skólameistari, sá um. Saga kórsins er stórmerkileg.