Fimmtudagur 1. október 2020 kl. 20:25

Uppbygging og vöxtur á Reykjanesi, grímur í FS og Rokkveislan

Frekari uppbygging og vöxtur á Reykjanesi er eitt af því sem Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, talar um í ítarlegu viðtali við Suðurnesjamagasín Víkurfrétta í þessari viku. Við förum einnig í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem allir bera grímur þessa dagana. Við heyrum í nemendum og starfsfólki. Þá fáum við einnig tóndæmi úr síðustu tónleikum Með blik í auga, en rokkveislan mikla fór fram um síðustu helgi.