Fimmtudagur 6. janúar 2022 kl. 17:23

Unnið að verðmætabjörgun og vörnum fyrir næsta flóð

Allt tiltækt slökkvilið í Grindavík ásamt félögum úr Björgunarsveitinni Þorbirni hafa verið að störfum í allan dag vegna sjávarflóða sem urðu í morgun á hafnarsvæðinu í Grindavík. Þar flæddi sjór inn í frystihús Vísis og talsvert tjón varð. Unnið hefur verið að verðmætabjörgun í allan dag. Þá hefur jafnframt verið unnið að því að verja eignir fyrir öðru flóði sem má eiga von á í kvöld.

Páll Ketilsson fréttamaður Víkurfrétta var í Grindavík og ræddi við slökkviliðs- og björgunarsveitarfólk um stöðuna. Sjá má innslagið í spilaranum hér að ofan.