Fimmtudagur 1. desember 2022 kl. 19:30

True Detective og garðsláttur í Suðurnesjamagasíni

Það er Hollywoodbragur á Hafnargötunni í Keflavík um þessar mundir og sjónvarpsmenn Víkurfrétta náðu að drekka í sig stemmninguna þar í vikunni. Við heyrum í fulltrúum bæjarins og framleiðanda í Suðurnesjamagasíni vikunnar. Þátturinn er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 19:30.

Við förum einnig í garðinn hjá Hannesi Friðrikssyni sem tók fram sláttuvélina 25. nóvember og sló þykkt grænt gras. Við sjáum aðfarirnar í þættinum.

Í Grindavík var haldinn fjörugur föstudagur. Við fáum smá sýnishorn frá þeim degi en nánar verður fjallað um daginn í þættinum í næstu viku.

Þá segjum við frá afhendingu menningarverðlauna Reykjanesbæjar og fáum tóndæmi frá Lúðrasveit verkalýðsins ásamt bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Suðurnesjamagasín er á Hringbraut og vf.is kl. 19:30 á fimmtudagskvöld.