Fimmtudagur 29. október 2020 kl. 20:25

Tónlistarnám, jólaland og Halloween í Suðurnesjamagasíni

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hefur þurft að aðlaga kennsluhætti að kórónuveiruástandinu. Hluti kennslunnar fer fram í gegnum netið. Við tökum hús á tónlistskólanum í þætti vikunnar af Suðurnesjamagasíni.

Í Grindavík hafa nemendur Gunnskóla Grindavíkur sett upp draugahús í sýningarsal Saltfisksetursins í menningarhúsinu Kvikunni. Sjónvarpsmenn Víkurfrétta létu hræða úr sér líftóruna.

Á heimili í Reykjanesbæ hefur verið sett upp veglegt jólaland með skíðalyftu og járnbrautarlest. Við skoðum jólalandið í þætti vikunnar.

Suðurnesjamagasín er vikulega á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 20:30.