Fimmtudagur 21. nóvember 2024 kl. 17:43

Tíunda gosið var óvænt

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir tíunda eldgosið á Reykjanesskaganum í þessari hrinu gosa sem hófst í mars 2021 hafa verið óvænt. Vísindamenn hafi búist við því að meiri þrýstingur myndi byggjast upp áður en til goss kæmi.

Víkurfréttir tóku tal af Ármanni við hraunjaðarinn í dag. Hann á von á því að þegar spennulosun verður lokið við Sundhnúkagígaröðina færist atburðarásin í Eldvörp og út á Reykjanes.

Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.

Hér má sjá yfir svæðið þar sem bílastæði Bláa lónsins stóð. Svæðið er allt farið undir hraun. VF/Hilmar Bragi