Þríleikur í ljósalist
Ellert Már Jónsson er byggingaverkfræðingur sem setti upp athyglisverða sýningu í portinu milli Fischershúsa og Svarta pakkhússins við Hafnargötu í Keflavík.
Sýningin er þríleikur með ljósalistaverkum sem heita „Márinn“, „Örninn er lentur“ og „Light Luftgitar“.
Unnið var að sýningunni á Ljósanótt og síðasta verkið var sett upp á sunnudagskvöldinu kl. 19:19. Verkin verða til sýnis næstu daga en mælt er með því að skoða sýninguna í ljósaskiptunum milli kl. 19 og 21. Þá njóta ljósin sín best.
Rætt er við listamanninn í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í þessari viku. Innslagið úr þættinum er í spilaranum hér að ofan.