Fimmtudagur 23. janúar 2020 kl. 20:30

Þorrablót, skáldaskápur og börn innflytjenda í Suðurnesjamagasíni

Fjölbreyttur þáttur af Suðurnesjamagasíni er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20:30. Í þætti vikunnar sýnum við ykkur frá Þorrablóti Keflavíkur. Við ræðum við ljóðakonurnar Gunnhildi Þórðardóttur og Helenu Ósk Gunnarsdóttur, en Gunnhildur stendur fyrir verkefninu Skáldaskápur. Við fengum einnig hana Filoretu Osmani í viðtal. Hún hefur búið á Íslandi frá fæðingu en foreldrar hennar komu sem flóttamenn frá Kosovo. Filoreta vinnur að verkefninu „Vertu memm“ í Reykjanesbæ þar sem börn af erlendu bergi brotin eru hvött til að taka þátt í íþróttum. Þá skoðum við áhugaverða fasteign í Innri-Njarðvík.