Laugardagur 19. janúar 2019 kl. 18:00

Svona var á þorrablóti Keflavíkur

Keflvíkingar þjófstörtuðu þorranum og héldu 700 manna þorrablót í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík hálfum mánuði áður en þorri gekk í garð. Þorrablót á Suðurnesjum hafa aldrei verið eins vinsæl og í ár en uppselt er á öll stóru þorrablótin sem haldin verða næstu helgar. 
 
Við kíktum á Keflavíkurblótið og ræddum við þá sem komu að framkvæmd blótsins og sjáum atriði úr umtöluðum Keflavíkurannál.