Mánudagur 15. janúar 2024 kl. 13:33

Svona er staðan við Grindavík í dag

Ísak Finnbogason, myndtökumaður Víkurfrétta, hefur verið að mynda aðstæður við Grindavík í morgun. Hann hefur verið að streyma úr dróna því sem fyrir augu ber.

Í spilaranum hér að ofan má sjá streymi Ísaks frá því í hádeginu. Talað mál er á ensku en auk þess að mynda fyrir Víkurfréttir heldur Ísak úti mjög vinsælu streymi sem er sótt af stórum hópi fólks utan landsteinana.