Þriðjudagur 5. mars 2024 kl. 08:00

Svartsengi á umbrotatímum í Suðurnesjamagasíni

Hver er staðan á orkuverinu í Svartsengi og hver er sýn forstjóra HS Orku á stöðu mála? Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, mætti í myndver Víkurfrétta og fór yfir stöðuna með Páli Ketilssyni.

Í síðari hluta þáttarins förum við til Grindavíkur og tökum púlsinn við höfnina í bænum þar sem kalda vatnið er farið að renna um lagnir að nýju og boltaþorski er landað til vinnslu hjá Einhamri Seafood.