Föstudagur 12. maí 2023 kl. 13:28

Suðurnesjamagasín: Þú prófar hestamennsku og getur ekki hætt

„Einu sinni smakkað og þú getur ekki hætt“ er slagorð sem hestakonur notuðu um hestamennskuna. Það er ekki aftur snúið þegar hestabakterían hefur náð þér. Suðurnesjamagasín Víkurfrétta kíkti í reiðhöllina á Mánagrund á dögunum og hitti þar fyrir hressar hestakonur á öllum aldri sem voru að gera ýmsar kúnstir á hestum. Hópinn kalla þær „Töltdívur“ og hann kemur saman einu sinni í viku.

Í spilaranum hér að ofan má sjá innslagið úr Suðurnesjamagasíni en alla þætti Suðurnesjamagasíns má nálgast á vef Víkurfrétta og á Youtube-rás Sjónvarps Víkurfrétta.