Fimmtudagur 11. mars 2021 kl. 20:30

Suðurnesjamagasín í Grindavík og Vogum

Suðurnesjamagasín heimsækir bæði Grindavík og Voga í þessum þætti. Við heyrum í bæjarstjóranum í Grindavík og tökum púlsinn á skólafólki á öllum aldri í Grunnskóla Grindavíkur og Stóru-Vogaskóla. Þá förum við í smá ferðalag aftur í tímann og skoðum innslag um Fagradalsfjall frá árinu 2018.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 20:30